Fjáraukalög 2002

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 10:35:47 (2119)

2002-12-05 10:35:47# 128. lþ. 47.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[10:35]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki þann lista undir höndum sem hv. þm. gerir að umtalsefni. Að sjálfsögðu hefur nefndin, bæði meiri hluti og formaður, farið yfir öll þau atriði sem hv. þm. hefur á þessum lista og reynt að meta hvort þar væri með réttu farið að fjárreiðulögum. Niðurstaða okkar í meiri hluta nefndarinnar er sú að fyllilega sé farið að fjárreiðulögum og geri ég ekki einstök atriði sem þingmaðurinn nefndi hér af handahófi að umræðuefni að svo komnu máli.