Fjáraukalög 2002

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 10:36:41 (2120)

2002-12-05 10:36:41# 128. lþ. 47.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., Frsm. 1. minni hluta GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[10:36]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Gísli S. Einarsson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er með ólíkindum að hv. formaður fjárln. skuli varla kannast við þau efni sem farið hefur verið yfir. Það liggur fyrir og er hægt að taka fyrir á einfaldan máta frá síðustu fjárlagagerð, flest þessi tilefni til fjárveitinga lágu fyrir við síðustu fjárlagagerð. Það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni og ég tel, virðulegur forseti, mikla ástæðu fyrir hv. fjárln. til að fara yfir vinnulag og vinnureglur. Annars vinnum við eftir fyrirskipun ráðherra en ekki í rauninni að lögum eins og við höfum sett sjálf á Alþingi, þ.e. fjárreiðulög og fjárlög. Þar stendur hnífurinn í kúnni og ég tel að við eigum að fara algjörlega að nýju yfir það hvernig verið er að vinna að fjárlagagerðinni.