Viðvera ráðherra við lokaumræðu fjárlaga

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 13:40:14 (2163)

2002-12-05 13:40:14# 128. lþ. 47.91 fundur 294#B viðvera ráðherra við lokaumræðu fjárlaga# (um fundarstjórn), GE
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[13:40]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegi forseti. Ástæða er til að ítreka enn beiðni mína. Ég vek athygli á því að hæstv. fjmrh. er ekki einu sinni viðstaddur. Það eru einungis tveir hæstv. ráðherrar viðstaddir, þ.e. hæstv. samgrh. og hæstv. menntmrh. Aðrir eru ekki í sal. Ég ítreka þá beiðni mína sem fram hefur komið hvert einasta ár sl. fjögur ár að ráðherrar séu viðstaddir og hlusti á helstu talsmenn fjárln. þó ekki væru fleiri en aðeins helstu talsmenn fjárln., þ.e. framsögumenn álitanna.

Þetta, herra forseti, ítreka ég og ég tel að ekki sé hægt og ekki fært að hefja umræðuna fyrr en a.m.k. forsvarsmaður fjárlaganna sem á að framkvæma þau, hæstv. fjmrh., og síðan hæstv. oddviti ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson, eru komnir í sal. Ég tel að fresta verði umræðunni þar til þeir hæstv. ráðherrar eru komnir hér. Ég ítreka þá beiðni.