Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 15:32:46 (2193)

2002-12-05 15:32:46# 128. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[15:32]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Það er ljóst að skinnið er mjög þunnt á hæstv. fjmrh. enda skil ég það. Jafndapurleg er framkoma hans hér gagnvart þessum stóra og mikilvæga málaflokki. Þetta eru skilaboð hæstv. fjmrh. til landsmanna allra um hvaða hug hann ber til fjármögnunar í byggðamálum. Hann skeytir ekki um samþykktir Alþingis eða samstarfsflokksins í ríkisstjórn eða vilja hæstv. iðnrh. Hann gerir bara það sem honum sýnist. Það skal ekki meira fjármagn í byggðamálin.