Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 23:26:44 (2243)

2002-12-05 23:26:44# 128. lþ. 47.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., Frsm. meiri hluta ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[23:26]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir brtt. við frv. til fjárlaga. Flm. eru sá sem hér stendur og hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárln. Brtt. varðar fjárlagalið 02-982 Listir, framlög. Þar er gerð tillaga um 13 millj. kr. hækkun en sundurliðun á þeim 13 millj. er sú að gerð er tillaga um að 10 millj. fari inn á óskiptan lið til sundurliðunar og 3 millj. fari til undirbúnings Leikminjasafns Íslands.

Ég bendi hv. þingmönnum á að við atkvæðagreiðsluna verður dreginn til baka töluliður 7 á þskj. 544, Listir, framlög, til samræmis þeirri tillögu sem mælt var hér fyrir áðan, þ.e. um Leikminjasafn Íslands. Þær 3 millj. sem koma hér í brtt. verða dregnar til baka á viðeigandi þingskjali í atkvæðagreiðslu að lokinni umræðunni.