Fjáraukalög 2002

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 10:51:44 (2263)

2002-12-06 10:51:44# 128. lþ. 48.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[10:51]

Jón Bjarnason:

Virðulegi forseti. Ég vek athygli á því að hér er verið að loka fjárlögum ársins 2002. Að vísu eiga eftir að koma lokafjárlög sem verða eins konar uppgjörsfjárlög. Ég vek athygli á því að inn á tekjuhlið þessa frv. eru færðar tekjur af óseldum eignum. Það eru færðar inn tekjur á þetta ár, andvirði af sölu Búnaðarbankans og Landsbankans sem liggur alveg ljóst fyrir að mun ekki koma inn fyrr en á næsta ári ef samningar verða endanlega gerðir.

Ég tel óeðlilegt, herra forseti, að færa til tekna á þessu ári tekjur af óseldum eignum til þess að bæta útkomu á niðurstöðutölunni.