Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:05:00 (2271)

2002-12-06 11:05:00# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:05]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Hér er gerð tillaga um það að Alþingi fái 10 millj. kr. til þess að sinna hagrannsóknum. Allt frá því að Þjóðhagsstofnun var aflögð hefur það verið í umræðu að eðlilegt mætti telja að Alþingi hefði aðgang að hlutlausum aðila til að yfirfara m.a. þjóðhagsspá. Því miður hefur það ekki verið. Hins vegar hafa verið settar á laggirnar ýmsar deildir, m.a. í fjmrn. og á Hagstofunni og síðan hjá Alþýðusambandi Íslands og nú er bætt við fleiri launþegahreyfingum til að sinna þessum málum en Alþingi er látið sitja hjá á meðan fjármagn fer víða.

Herra forseti. Það er nauðsynlegt að samþykkja þessa tillögu þannig að við sitjum við það borð að við getum haft aðgang að hlutlausum aðilum til að yfirfara ýmsar spár og hagstærðir.