Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:06:00 (2272)

2002-12-06 11:06:00# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:06]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég vil bara rifja það upp að hæstv. forsrh. og hæstv. fjmrh. lýstu því báðir yfir í fyrra að það yrði með einhverju móti gripið til ráðstafana til þess að gera þingmönnum kleift að eiga kost á því að fá sérfræðilega ráðgjöf. Ekki hefur verið staðið við þetta. Það hefur komið fram í umræðum í þinginu, ekki síst af hálfu okkar sem sitjum í efh.- og viðskn. og fjárln., að það er miklu verra fyrir okkur að fá upplýsingar sem við þurfum til þess að geta sinnt störfum okkar heldur en áður. Ég lýsi því yfir, herra forseti, að ég mótmæli því að hæstv. forsrh. og hæstv. fjmrh. hafi ekki staðið við þær yfirlýsingar sem þeir gáfu í þessum efnum í fyrra.