Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:10:37 (2275)

2002-12-06 11:10:37# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:10]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir hafi það á stefnuskrá sinni að gera Háskóla Íslands að niðursetningi í háskólaflóru landsmanna. Tillögur meiri hluta fjárln. til úrbóta eru fyrir neðan allar hellur og breyta engu um það samningsbrot sem verið er að fremja á Háskóla Íslands, bæði samningi háskólans við menntmrn. og kjarasamningum við fjmrn. Það er alger nauðsyn að þessi leiðrétting nái fram að ganga hjá Háskóla Íslands ef það á að forða Háskóla Íslands frá því að verða niðursetningur í háskólaflórunni. Ég segi já.