Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:14:52 (2278)

2002-12-06 11:14:52# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:14]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu um framlag upp á 8 millj. kr. til að stofna framhaldsskóla á Snæfellsnesi. Næst á dagskrá er tillaga sem við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs flytjum ásamt þingmönnum Frjálslynda flokksins um stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi upp á 15 millj. kr. Við teljum að það sé lágmarksupphæð til þess að þetta geti farið með eðlilegum hætti í gang og ákvörðun verði tekin og því sitjum við hjá við atkvæðagreiðagreiðslu um þessa tillögu. Næsta tillaga okkar, um 15 millj. í þetta verkefni, kemur hins vegar til atkvæða á eftir.