Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:18:12 (2281)

2002-12-06 11:18:12# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., KLM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:18]

Kristján L. Möller:

Hæstv. forseti. Fjárlög ársins 2003 eru ákaflega rýr hvað varðar fjárveitingar til byggðamála eins og kom fram í umræðum í gær. Hér eru hins vegar greidd atkvæði um brtt. fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárln. um að auka fjárframlög til jöfnunar námskostnaðar um 58 millj. kr. Þetta er tillaga um að auka jafnrétti milli íbúa landsins til þess að senda unglinga sína til náms í framhaldsskóla og ég hvet þingmenn til að greiða þessu byggðamáli atkvæði sitt.