Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:40:31 (2293)

2002-12-06 11:40:31# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:40]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Hér er í rauninni um neyðartillögu að ræða vegna þess að það ríkir neyðarástand varðandi sjúkraflutninga á þeim sex stöðum sem verið er að tala um að skipta þessari peningaupphæð á, 2,5 millj. kr. á hvern stað, vegna þess að ekki er um að ræða nema einn sjúkraflutningamann á hverjum þessara staða, m.a. Borgarnesi, Ólafsvík, Búðardal, Hólmavík, Patreksfirði og fleiri stöðum. Það ríkir í rauninni neyðarástand. Ég vek athygli hv. þingmanna meiri hlutans á því að þeir eru að fella tillögu um að koma í veg fyrir neyðarástand sem ríkir í þessum málum.