Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 12:07:31 (2304)

2002-12-06 12:07:31# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., KPál (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[12:07]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Málefni Byrgisins í Rockville á Miðnesheiði fá ekki afgreiðslu á vandamálum sínum í þessum fjárlögum þrátt fyrir augljósa þörf. Ég vil við lokaafgreiðslu skora á ríkisstjórnina að ganga í að tryggja starfsemi Byrgisins fyrir næstu jól. Þar eiga athvarf 60--80 vistmenn sem eiga hvergi annars staðar höfði sínu að halla. Hér er ekki um stórt fjárhagslegt vandamál að ræða heldur vantar ákvörðun.

Ég treysti því, herra forseti, að ríkisstjórnin taki málið upp og leysi það og í því trausti greiði ég frv. atkvæði mitt.