Lífeyrissjóður bænda

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 14:27:39 (2339)

2002-12-06 14:27:39# 128. lþ. 48.13 fundur 321. mál: #A Lífeyrissjóður bænda# (skylduaðild maka, skipting iðgjalda) frv. 140/2002, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[14:27]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum nr. 12/1999, um Lífeyrissjóð bænda.

Frv. þetta gengur út á að felld er niður skylduaðild þeirra maka bænda sem ekki starfa að búrekstri. Enn fremur er sagt að iðgjöld bónda skuli skiptast milli maka hans og sambúðaraðila í þeim hlutföllum sem hann hefur óskað eftir skriflega enda gangi hlutur makans til myndunar sjálfstæðra lífeyrisréttinda hans.

Virðulegi forseti. Þetta frv. nýtur mikils fylgis allra hlutaðeigandi aðila og þess vegna leggur nefndin til að frv. verði samþykkt óbreytt.