Staða lágtekjuhópa

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 14:29:38 (2366)

2002-12-10 14:29:38# 128. lþ. 50.96 fundur 309#B staða lágtekjuhópa# (umræður utan dagskrár), JóhS (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[14:29]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hæstv. ráðherra vitnar til þess að þær leiðbeiningarreglur sem farið er eftir varðandi framfærsluaðstoð til fátækra á Íslandi séu frá 1992 þegar ég var félmrh. Því vil ég leyfa mér að minna hæstv. ráðherra á að Harpa Njálsdóttir sem hefur skoðað fátækramálin á Íslandi mjög vel segir að það vanti 40 þús. kr. á mánuði upp á kjör lífeyrisþega og fátæks fólks til þess að þau standist þær viðmiðunarreglur sem félmrn. hefur.