Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 15:32:02 (2372)

2002-12-10 15:32:02# 128. lþ. 50.6 fundur 324. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sérstakur tekjuskattur, rekstrartap, vextir o.fl.) frv. 152/2002, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[15:32]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. svaraði ekki spurningunni um það hvort hún teldi eðlilegt að menn gætu dregið tap frá. Hún segir að það megi gera um eitthvert árabil. En hvað skyldi gerast ef tapið væri orðið mjög gamalt og menn hefðu stofnað til skulda fyrir 10, 15 árum til þess að reka fyrirtækið? Það hefur kannski lafað frá þeim tíma og svo fer það að skila hagnaði núna, er ekki eðlilegt að menn geti dregið tapið frá? Er eðlilegt að menn eigi bara að standa eftir með tapið og borga skatt af hagnaðinum?

Þetta var spurning mín til hv. þingmanns og hún svaraði henni ekki.