Fjármálafyrirtæki

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 18:18:38 (2396)

2002-12-10 18:18:38# 128. lþ. 50.7 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv. 161/2002, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[18:18]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í nefndinni varð lærð umræða um takmarkanir á framsali og möguleikum löggjafarvaldsins til að takmarka framsal án þess að ganga á friðhelgi eignarréttarins. Meginniðurstaðan úr þeirri umræðu var að ekki væri heimilt að ganga beint á eignir manna og rýra þær. Hins vegar væri heimilt að setja almennar takmarkanir á meðferð eigna sem í sjálfu sér gætu leitt til breytinga á verðmati þeirra en það væri hlutur sem væri gerður í margvíslegri löggjöf í þinginu. Við þingmenn setjum hinar ýmsu reglur um allt mögulegt sem hefur áhrif á verðmæti eigna en það er ekki talið hafa í för með sér að verið sé að ganga á friðhelgi eignarréttarins. Segja má að þær reglur sem hér eru teknar upp í frv. miðist við þessi grundvallaratriði.

Varðandi hlutdeild sjálfseignarstofnunar í hlutafé hlutafélaga sem sparisjóða þá finnst mér í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að sjálfseignarstofnun eignist hlut í sparisjóðnum í samræmi við eignarhlut sinn.