Breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 20:15:11 (2406)

2002-12-10 20:15:11# 128. lþ. 50.38 fundur 439. mál: #A breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn# (samþykktir fyrir Evrópufélög) þál., utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[20:15]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Með þessari þáltill. er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2002, um breytingu á XXII. viðauka, sem fjallar um félagarétt við EES-samninginn og fella inn í samninginn reglugerð ráðsins frá 2001, um samþykktir fyrir Evrópufélög.

Hvað varðar efnisatriði þessarar ákvörðunar vísa ég eins og áður til greinargerðar og gerðarinnar sjálfrar en reglugerðinni er ætlað að gefa félögum er starfa í fleiri en einu ríki á svæðinu þann valkost að stofna eitt félag samkvæmt ákveðnum reglum þannig að það geti starfað á grundvelli einna reglna um stjórn o.fl. í stað þess að þurfa að starfa á grundvelli reglna í mismunandi löndum þar sem félögin hafa útibú. Þetta leiðir til minni stjórnunarkostnaðar og skriffinnsku og eykur samkeppnishæfi félaganna á innri markaðnum. Setja má Evrópufélag á stofn með samruna félaga, sameiginlegu útibúi, eignarhaldsfélagi eða breytingu á félagi sem stofnað hefur verið á grundvelli landslaga.

Ég legg til, herra forseti, að að lokinni umræðu verði þessari tillögu eins og hinum vísað til hv. utanrmn.