Tryggingagjald

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 20:52:16 (2411)

2002-12-10 20:52:16# 128. lþ. 50.8 fundur 181. mál: #A tryggingagjald# (lækkun gjalds o.fl.) frv. 134/2002, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[20:52]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum. Nefndin sendi þetta mál til umsagnar og fékk nokkrar slíkar um málið sem getið er um á nál.

Meginefni frv. er að lækka tryggingagjald um áramótin um 0,27%. Verið er að taka til baka áður ákveðna hækkun upp á 0,27% í samræmi við samkomulag sem var gert milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar á síðasta þingi, þ.e. 13. desember 2001.

Það sem málið snýst enn fremur um er að breyta gjaldflokkum og eins er þetta spurning um að samræma reglur vegna aðfarar ef tryggingagjald hefur ekki verið greitt.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt og undir þetta rita þeir nefndarmenn sem voru á fundi. Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir ritaði þó með fyrirvara sem hún gerir væntanlega grein fyrir.