Staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 22:19:43 (2424)

2002-12-10 22:19:43# 128. lþ. 50.12 fundur 371. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# (viðurlög, skilaskylda) frv. 133/2002, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[22:19]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. vegna staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum. Nál. er frá efh.- og viðskn. Alþingis. Málið var sent til umsagnar. Málið er einfalt og leggur nefndin til að það verði samþykkt óbreytt.