Fjáröflun til vegagerðar

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 22:23:38 (2427)

2002-12-10 22:23:38# 128. lþ. 50.14 fundur 428. mál: #A fjáröflun til vegagerðar# (afsláttur af þungaskatti) frv. 148/2002, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[22:23]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum um fjáröflun til vegagerðar, nr. 3/1987, með síðari breytingum.

Virðulegi forseti. Með frv. þessu er lagt til að tímabundin heimild til undanþágu frá greiðslu þungaskatts fyrir bifreiðar sem nota óhefðbundna orkugjafa verði framlengd til 31. desember 2004. Efh.- og viðskn. leggur til að þetta mál verði samþykkt óbreytt.