Skipamælingar

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 23:00:55 (2438)

2002-12-10 23:00:55# 128. lþ. 50.20 fundur 158. mál: #A skipamælingar# (heildarlög) frv. 146/2002, Frsm. GHall
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[23:00]

Frsm. samgn. (Guðmundur Hallvarðsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um skipamælingar.

Ljóst er að nokkurt ósamræmi hefur verið í gjaldskrárákvæðum laga um mælingu skipa um tíma. Þannig er t.d. fjallað um gjald fyrir mælingar bæði í lögum um skráningu skipa og lögum um skipamælingar. Í lögum um skipamælingar er tekið fram að gjald skuli miðast við brúttórúmlestir. Sú mælieining hefur verið minna notuð og í stað hennar eru skip nú mæld í brúttótonnum í auknum mæli. Markvisst er unnið að því að leggja niður mælingu sem miðast við brúttórúmlestir og miða við brúttótonn þess í stað.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið fjölmarga aðila á sinn fund.

Nefndin er öll sammála og leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Undir nál. rita auk mín hv. þm. Hjálmar Árnason, Arnbjörg Sveinsdóttir, Magnús Stefánsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Jón Bjarnason og Kristján L. Möller.

Að þessari umræðu lokinni, herra forseti, legg ég til að málinu verði vísað til 3. umr.