Póstþjónusta

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 23:43:51 (2447)

2002-12-10 23:43:51# 128. lþ. 50.21 fundur 257. mál: #A póstþjónusta# (EES-reglur) frv. 136/2002, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[23:43]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það að alls staðar þar sem fyrirtækjum eða opinberum stofnunum hefur verið breytt í hlutafélög hefur hið sama verið uppi á teningnum. Réttindi starfsfólks hafa verið skert og nýir stjórnendur þessara fyrirtækja hafa ekki verið reiðubúnir að nýta þau réttindakerfi sem starfsfólki hafa staðið opin.

Ég ítreka að gerðar voru breytingar á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, rétt áður en pósturinn og síminn voru hlutafélagavædd, sem opnuðu á þann möguleika að starfsfólkið gæti fengið þar aðild. Yfirstjórnir bæði Landssíma hf. og Íslandspósts hf. meinuðu starfsfólkinu um þetta.