Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 13:40:23 (2456)

2002-12-11 13:40:23# 128. lþ. 51.1 fundur 324. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sérstakur tekjuskattur, rekstrartap, vextir o.fl.) frv. 152/2002, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 128. lþ.

[13:40]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er lagt til að persónuafsláttur hækki til samræmis við launavísitölu. Í tillögu frá meiri hlutanum sem greidd verða atkvæði um á eftir þessari hækkar persónuafslátturinn aðeins um 107 kr. á mánuði. Á sama tíma beita stjórnarflokkarnir sér fyrir því að lækka um 2.700 kr. á mánuði skattbyrði einstaklinga sem hafa 500 þús. kr. og greiða hátekjuskatt. Þetta er enn ein staðfestingin á því hvernig þessi ríkisstjórn hyglir sérstaklega þeim betur settu í þjóðfélaginu.