Fjármálafyrirtæki

Miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 14:23:14 (2467)

2002-12-11 14:23:14# 128. lþ. 51.2 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv. 161/2002, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 128. lþ.

[14:23]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er enn verið að takmarka sameiningu sparisjóðs og banka sem leyfð hefur verið hingað til. Þó að hér sé um eðlilega ráðstöfun að ræða má þetta ákvæði ekki virka afturvirkt fyrir starfandi sparisjóði því að það takmarkar möguleika á sölu stofnfjár, samanber sölu stofnfjár tveggja sparisjóða á Vestfjörðum til Kaupþings banka hf. annars vegar og SPRON hins vegar fyrir ári síðan, sennilega á yfirverði þó að upplýsingar liggi ekki fyrir um það og fáist ekki. Þetta ákvæði brýtur sennilega í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um takmörkun á eignarrétti og ég segi nei.