Skipan matvælaeftirlits

Miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 15:21:22 (2479)

2002-12-11 15:21:22# 128. lþ. 52.2 fundur 229. mál: #A skipan matvælaeftirlits# fsp. (til munnl.) frá forsrh., forsrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 128. lþ.

[15:21]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég gerði grein fyrir því að komið hefðu að máli þessu fulltrúar fjögurra ráðuneyta, forsrh., félmrh., fjmrh. og umhvrh., og við slíkar aðstæður er gert ráð fyrir að hver ráðherra meti það hvaða samstarf hann þarf að hafa innan síns ráðuneytis og stofnana sinna við meðferð málsins.

Að öðru leyti gerði ég grein fyrir helstu ágreiningsatriðum sem komu fram varðandi samskipti við sveitarfélögin vegna þess að sérstaklega var um það beðið, en mér er hins vegar hvorki skylt né er heldur rétt að greina frá því hvernig málið er statt nákvæmlega á ríkisstjórnarvettvangi meðan málið er þar í lokameðferð. En ég vænti þess að sú meðferð skýrist fljótlega þannig að þingið sem nú situr fái örugglega málið til meðferðar og vonandi til afgreiðslu á þessu þingi.