Réttarstaða bifreiðastjóra sem aka eftir vegöxlum

Miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 15:59:55 (2494)

2002-12-11 15:59:55# 128. lþ. 52.4 fundur 340. mál: #A réttarstaða bifreiðastjóra sem aka eftir vegöxlum# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 128. lþ.

[15:59]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að vekja athygli á þessu máli. Við sem keyrum Reykjanesbrautina á hverjum degi höfum oft velt þeirri spurningu fyrir okkur hver sé réttur þess sem víkur út á vegöxlina og í hvaða stöðu viðkomandi farþegar og eignir séu ef slys hendir, t.d. keyrt á kyrrstæðan bíl. Ég hef sjálfur lent í því að vera kominn alveg að kyrrstæðum bíl þegar ég áttaði mig á því að ég þurfti að fara til baka. Þá getur það verið erfitt og þegar að er komið verða menn jafnvel að nauðhemla. Sem betur fer styttist í að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð en það tekur samt einhver ár og ég hygg að það sé mjög gott verk að upplýsa fólk um hver ábyrgð þess er þegar það keyrir á vegöxlum.