Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 14:22:09 (2569)

2002-12-12 14:22:09# 128. lþ. 54.3 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[14:22]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég kannast ekki við að hafa oftúlkað neitt í framsöguræðu minni, alls ekki. Þau orð sem hv. 3. þm. Norðurl. e. vitnaði til voru óbreytt í framsöguræðu minni. Ég hef ekki oftúlkað neitt. Ég sagði einfaldlega að við værum að breyta hér um vegna þess að samkomulagið kallar á breytingar. En breytingarnar, að leggja niður stjórnirnar, eiga rætur í allt öðru lagafrumvarpi. Það kom fram í framsöguræðu minni. Hefði hv. þm. hlustað hefði hann numið þetta en ég vona að hann nemi það að lokum.