Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 14:26:07 (2573)

2002-12-12 14:26:07# 128. lþ. 54.3 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[14:26]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi starfsfólk heilbrigðisstofnana hef ég tekið fram að ég hyggst í framhaldi af þessum breytingum beina því til forstöðumanna að semja reglur um aðkomu starfsmanna að málefnum stofnananna. Það mundi gerast með öðrum hætti en með aðild að stjórn eins og nú er.

Ég tel að starfsmenn eigi að hafa aðkomu til að koma sínum málefnum að hjá stjórnum heilbrigðisstofnana. Ég endurtek hins vegar að lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og styrking framkvæmdastjóra heilbrigðsstofnana er ástæðan fyrir þessum breytingum.