Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 14:30:48 (2577)

2002-12-12 14:30:48# 128. lþ. 54.3 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[14:30]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég biðst afsökunar á að hafa gleymt fyrirspurn hv. þingmanns um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mál hefur í sjálfu sér ekki áhrif á það. Stefna ráðuneytisins í málefnum heilsugæslunnar hér og stefna mín er sú að sameina eigi heilsugæslustöðvar þar sem það leiðir til hagkvæmni og betri þjónustu fyrir notendurna. Það á að vera útgangspunkturinn í þessu en þetta mál hefur í sjálfu sér ekki áhrif á sameiningu á höfuðborgarsvæðinu

Varðandi það að heilsugæslan fari til sveitarfélaganna er það auðvitað mál sem má ræða. Við höfum samt ekki tekið afstöðu til þess á þessu stigi og það er ekki hluti af þessu máli.