Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 14:34:23 (2580)

2002-12-12 14:34:23# 128. lþ. 54.3 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv., LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[14:34]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að ítreka spurningu mína til ráðherra um samanburð við sambærilegar sjúkrastofnanir erlendis. Við höfum tekið upp núna nýjar vinnuaðferðir og mig fýsir að vita hvernig þær breytingar muni falla að slíkum samanburði.

Ég ítreka líka spurninguna um af hverju stjórnir minni sjúkrahúsa verði lagðar niður en ekki stjórnarnefnd Ríkisspítala þar sem reynsla mín sem stjórnarmanns í stjórnarnefnd Ríkisspítala og af störfum við stjórnun Ríkisspítala er sú að forstöðumaður sjúkrahússins hafi þar fyllilega nægilega sterka stöðu sem slíkur. Það er kannski full þörf á styrkingu þeirrar stjórnar en er ekki líka þörf á styrkingu stjórna annarra sjúkrahúsa?