Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 14:37:02 (2582)

2002-12-12 14:37:02# 128. lþ. 54.3 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv., LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[14:37]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vildi bara ítreka fyrirspurn mína vegna þess að ég hef talið eðlilegt að ekki sé eingöngu gerður samanburður milli Landspítala -- háskólasjúkrahúss og sjúkrastofnana á erlendri grundu, heldur einnig smærri sjúkrahúsa. Þar verðum við með blandaða þjónustu og ef ný lög um heilbrigðisþjónustu fela það í sér að fjármunir muni fylgja sjúklingi verður okkur eflaust gert auðveldara. Þá mætti samt íhuga hvort þetta frv. ætti ekki að bíða til þess tíma að við sjáum fram á heildarlög um heilbrigðisþjónustu.