Aukatekjur ríkissjóðs

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 15:56:19 (2598)

2002-12-12 15:56:19# 128. lþ. 54.7 fundur 322. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (ýmsar gjaldtökuheimildir) frv. 145/2002, EKG
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[15:56]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir brtt. sem auk mín flytja hv. þm. Vilhjálmur Egilsson, Gunnar Birgisson, Ögmundur Jónasson og Jóhann Ársælsson. Hún varðar breytingar sem orðið hafa varðandi aðgangsheimildir að varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Hér er verið að opna á gjaldtöku með sérstökum hætti fyrir aðgangsheimildir að varnarsvæðum Keflavíkurflugvallar. Það er verið að breyta fyrirkomulagi þessara aðgangsheimilda og það kallar á útgáfu nýrra skírteina sem hefur kostnað í för með sér. Nefndin fór yfir málið með fulltrúum utanrrn., fulltrúum Flugleiða og lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli og niðurstaða hennar var sú að leggja til þær breytingar á frv. um aukatekjur ríkissjóðs eins og gerð er grein fyrir á þskj. 676.