Staðan í samningaviðræðum um Kárahnjúkavirkjun

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 16:39:47 (2617)

2002-12-12 16:39:47# 128. lþ. 54.95 fundur 317#B staðan í samningaviðræðum um Kárahnjúkavirkjun# (umræður utan dagskrár), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[16:39]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ef ég man rétt talaði hv. þm. um veiðileyfi á vísindamenn í ræðu sinni við utandagskrárumræðu. Er það rétt munað? (Iðnrh.: Gerði það núna áðan.) (SJS: Líka í andsvari.) Já, tvívegis sem sagt. Það var fullkomið tækifæri til að svara þeirri athugasemd í síðari ræðu hæstv. ráðherra í umræðu utan dagskrár.

Ég vil segja það sem ég sagði áðan, að það er ekki ætlast til að ákvæði þingskapa um að bera af sér sakir séu notað til að halda áfram almennum stjórnmálaumræðum.