Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 20:43:00 (2645)

2002-12-12 20:43:00# 128. lþ. 55.20 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 128. lþ.

[20:43]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hæstv. ráðherra sagði að frv. skýrði sig sjálft. En að því leyti sem mig langar að vita meira um frv. þá skýrir það sig ekki sjálft því að ég veit ekki betur en hæstv. ráðherra hafi nokkuð oft látið það koma fram, að vísu ekki alveg upp á síðkastið, að hún stefndi að því að gera breytingar á skipulagi raforkumála með þeim hætti að Rarik eða stjórn þess og starfsemi yrði að einhverju leyti flutt til Akureyrar.

Ég vil þess vegna spyrja: Gera menn ráð fyrir því að Norðurorka tengist þeim fyrirætlunum með einhverjum hætti eða hafa þær fyrirætlanir, sem ég skildi á sínum tíma þannig að tengdust líka Orkubúi Vestfjarða, allar verið lagðar á hilluna? Eru ekki lengur uppi fyrirætlanir um sameiningu Rariks og Orkubús Vestfjarða og fyrirætlanir um að flytja starfsemi Rariks norður í land?