Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 20:44:25 (2646)

2002-12-12 20:44:25# 128. lþ. 55.20 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 128. lþ.

[20:44]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hvort um sameiningu verður að ræða tengist ekki þessu máli. Þetta er flutt, eins og ég sagði í ræðu minni, að beiðni Akureyrarbæjar og hefur ekkert með það að gera hvort af sameiningu þessara fyrirtækja verði.