Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 20:44:55 (2647)

2002-12-12 20:44:55# 128. lþ. 55.20 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 128. lþ.

[20:44]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég spurði hæstv. ráðherra að því hvort þessar fyrirætlanir hefðu verið lagðar til hliðar. Ég hef sannarlega áhuga á að vita það og ég býst við að æðimargir hafi áhuga á að vita hvort fyrirætlanir um sameiningu Orkubús Vestfjarða og Rariks og þær hugmyndir að flytja starfsemi Rariks norður í land, sem voru viðraðar hvað eftir annað á sínum tíma, séu ekki lengur til staðar. Hafa menn horfið frá þeim?