Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 22:46:02 (2674)

2002-12-12 22:46:02# 128. lþ. 55.20 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 128. lþ.

[22:46]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Í fyrsta lagi tel ég að það sé nú ekkert sérlega aðlaðandi eða eftirsóknarvert fyrir Akureyringa að gera orkuveituna að hlutafélagi. En út í þá sálma ætla ég ekki að fara nánar.

Ég lagði við hlustir þegar hv. formaður iðnn. vék að réttindum starfsmanna. Hann sagði að þegar hefði verið farið rækilega á saumana á þeim málum og enn yrðu þau mál skoðuð í iðnn. á milli umræðna. Ég þakka fyrir þá yfirlýsingu og vænti þess að við fáum nánari fréttir af því við 2. og 3. umr. En þetta voru mikilvægar upplýsingar og yfirlýsingar sem hv. þm. gaf.