Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 22:48:42 (2676)

2002-12-12 22:48:42# 128. lþ. 55.20 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 128. lþ.

[22:48]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Nú könnumst við við hv. þm. Björn Bjarnason. Þegar farið er að ræða um stalínismann og Sovétríkin þá er hv. þm. kominn með fast land undir fætur og þá er hann í essinu sínu.

En varðandi þau dæmi sem ég nefndi um Vivendi annars vegar og British Energy hins vegar þá er ég að taka dæmi af hlutafélagsforminu, þ.e. hvaða afleiðingu markaðsvæðing þessara fyrirtækja hefur haft, annars vegar um Vivendi þar sem hluthafarnir reynast ótraustir eigendur og hins vegar varðandi British Energy um hið sama reyndar, um ótraustan grunn.

Varðandi Noreg þá skal ég fara betur yfir það á morgun við 2. og 3. umr. málsins að í þeim greinum sem birtust í norska Dagbladet á sínum tíma eru menn einmitt að tengja þessa sprengingu í raforkuverði við markaðsvæðingu þessa geira. En ég skal fara nánar yfir það á morgun og upplýsa hv. þm. Björn Bjarnason betur um þessi efni.