Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 23:01:27 (2680)

2002-12-12 23:01:27# 128. lþ. 55.20 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 128. lþ.

[23:01]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held ég verði að skilja svar hæstv. iðnrh. þannig að það sé enn þá skoðun hennar og stefna, fái hún sínu framgengt, að sameina Rarik, Orkubú Vestfjarða og Norðurorku. Þá spyr ég í framhaldi af því: Sér ráðherrann það sem sérstakt markmið að stíga þetta skref núna á þeirri braut sem að því er mér virðist á svari hennar vera stefna hennar, og hún hyggist geta skýrt það hér út fyrir Alþingi í framtíðinni betur og þá muni málið fá meiri eða annan hljómgrunn en nú virðist vera uppi? Ég marka það þá þannig að í ríkisstjórninni sé ekki beinn vilji til að fara þá leið sem ráðherrann lét í ljós fyrir nokkrum missirum. Ég verð að skilja svar hennar þannig að til þess muni hún stofna, að láta skoðanir sínar eftir ganga, fái hún til þess framgang og vald.