Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 23:04:11 (2682)

2002-12-12 23:04:11# 128. lþ. 55.20 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 128. lþ.

[23:04]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það var út af fyrir sig fróðlegt að fá það upplýst að ráðherrann teldi að það hefði verið 100% samþykkt af sveitarstjórnarmönnum á Vestfjörðum að ganga til sameiningar Orkubús Vestfjarða og Rariks undir þeim formerkjum sem ráðherrann hafði vilja til en síðar hefði verið frá því horfið. Mér finnst það nokkuð merkileg yfirlýsing að fá það hér alveg skýrt og skorinort.