Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 10:36:29 (2727)

2002-12-13 10:36:29# 128. lþ. 57.1 fundur 324. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sérstakur tekjuskattur, rekstrartap, vextir o.fl.) frv. 152/2002, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[10:36]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með þessu frv. sem hér er tekið til lokaatkvæðagreiðslu er fyrst og fremst verið að bæta hag hátekjufólks og fyrirtækja sem þó greiða langlægstu skatta innan OECD-ríkjanna. Auðvitað er löngu kominn tími til að setja í forgang skattalækkanir á almennt launafólk og lífeyrisþega en það er aldrei á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.

Stjórnarflokkarnir hafa nú fellt allar tillögur Samfylkingarinnar um að bæta skatteftirlit og skattframkvæmd. Þeir knýja í gegn nánast óskoðaða grundvallarbreytingu á fyrningarreglum skattalaga sem þýðir mörg hundruð millj. kr. skattatap fyrir ríkissjóð á næstu árum. Sú tillaga var fyrst tekin á dagskrá þingsins nú við 3. umr. sem er til vansa fyrir þingið. Við í Samfylkingunni mótmælum þessum óvönduðu vinnubrögðum og þeirri röngu stefnu sem ríkisstjórnin hefur í skattamálum.