Tekjustofnar sveitarfélaga

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 10:58:02 (2736)

2002-12-13 10:58:02# 128. lþ. 57.5 fundur 441. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (Jöfnunarsjóður) frv. 167/2002, ArnbS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[10:58]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Í tillögum félmn. kemur fram og eru tekin af öll tvímæli um það að stofnframlög til sveitarfélaga úr jöfnunarsjóðnum ná út árið 2004. Heimilt er að greiða áfram til framkvæmda á árinu 2005 ef framkvæmdir eru hafnar á árinu 2004, en að framlög til framkvæmda á árinu 2005 skulu miðast við verkstöðu í lok þess árs. Það varð niðurstaða endurskoðunarnefndar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga að þetta mundi duga miðað við þau verkefni sem liggja fyrir hjá sveitarfélögunum núna. Þess vegna varð það niðurstaða félmn. að orða tillöguna skýrar en kom fram í frv. og undir það skrifuðum við öll í félmn. Ég legg til að sú tillaga verði samþykkt.