Búnaðargjald

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 11:05:20 (2740)

2002-12-13 11:05:20# 128. lþ. 57.8 fundur 442. mál: #A búnaðargjald# (skipting tekna) frv. 166/2002, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[11:05]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég hef ætíð verið á móti búnaðargjaldi sem er skattur á alla bændur, þá fátæku líka, en einungis þeir ríku njóta. Þetta er því skattur á fátækt. Ég er líka á móti lögbundnu félagsgjaldi sem felst í þessu gjaldi því að það stríðir á móti félagafrelsi stjórnarskrárinnar. Þar sem hér er einungis um breytingu að ræða sit ég hjá.