Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 11:08:01 (2743)

2002-12-13 11:08:01# 128. lþ. 57.9 fundur 244. mál: #A stjórn fiskveiða# (flutningur aflaheimilda milli ára) frv. 130/2002, GAK (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[11:08]

Guðjón A. Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er um það að ræða að færa til þessa árs kvóta í þorskeldi sem ekki nýttist í fyrra og hins vegar að færa 500 tonna pott sem ekki var nýttur til úthlutunar til byggðarlaga á síðasta ári yfir á þetta fiskveiðiár. Ég held að það sé til bóta að úthluta þessum heimildum þrátt fyrir að útfærsla fiskveiðikerfisins eins og hún er sé afleit og muni í heildina vinna gegn byggðarlögunum.