Breyting á VII. viðauka við EES-samninginn

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 11:18:06 (2748)

2002-12-13 11:18:06# 128. lþ. 57.15 fundur 424. mál: #A breyting á VII. viðauka við EES-samninginn# (viðurkenning á prófskírteinum) þál., Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[11:18]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá utanrmn. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2002, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn.

Í nál. kemur fram um hvaða tilskipanir er að ræða. Megintilgangur tilskipunarinnar er að einfalda, samræma og gera skýrari gildandi ákvæði um þetta efni. Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og hafa þær þegar verið gerðar. Þau atriði sem snúa að málefnasviði iðn.- og viðskrn. voru innleidd með lögum nr. 69/2002, um breytingu á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum. Þá voru hinn 28. nóvember sl. samþykkt lög á Alþingi um breytingu á lögum nr. 83/1993, um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum, sem innleiða þann hluta tilskipunarinnar sem snýr að menntmrn.

Nefndin leggur einróma til að tillagan verði samþykkt.