Breyting á IX. og XXII. viðauka við EES-samninginn

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 11:20:27 (2749)

2002-12-13 11:20:27# 128. lþ. 57.16 fundur 425. mál: #A breyting á IX. og XXII. viðauka við EES-samninginn# (matsreglur um ársreikninga og samstæðureikninga) þál., Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[11:20]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá utanrmn. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86/2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn.

Í nál. kemur fram um hvaða tilskipun er að ræða en tilskipunin gerir ráð fyrir að aðildarríkin taki upp kerfi gangverðsreikningsskila fyrir tiltekin fjármálaskjöl en með því er stefnt að samræmingu fjármálaupplýsinga innan EES-svæðisins.

Innleiðing tilskipunarinnar kallar á breytingar á lögum nr. 144/1994, um ársreikninga. Frv. þess efnis hefur enn ekki verið lagt fram en frestur til að gera nauðsynlegar lagabreytingar er til 1. janúar 2004.

Nefndin leggur einróma til að tillagan verði samþykkt.