Breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 11:35:05 (2754)

2002-12-13 11:35:05# 128. lþ. 57.18 fundur 438. mál: #A breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn# (aðild starfsmanna að málum Evrópufélaga) þál., Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 128. lþ.

[11:35]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá utanrmn. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 89/2002, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn.

Í nál. kemur fram um hvaða tilskipun er að ræða. Eitt meginmarkmið tilskipunarinnar er að tryggja að reglur um aðild starfsmanna í þátttökufélögunum um stofnun Evrópufélags hvorki hverfi né minnki vægi þeirra við stofnun Evrópufélagsins en Evrópusambandið samþykkti 8. október 2001 reglugerð 2157/2001 um samþykktir fyrir Evrópufélög. Með þeirri reglugerð er félögum sem starfa í fleiri en einu ríki á Evrópska efnahagssvæðinu gefinn kostur á að stofna eitt félag sem starfi á grundvelli einna reglna um stjórn o.fl. í stað mismunandi reglna í aðildarríkjunum.

Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og er frestur til að gera nauðsynlegar breytingar á lögum til 8. október 2004.

Nefndin leggur einróma til að tillagan verði samþykkt.