Tekjustofnar sveitarfélaga

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 12:10:02 (2764)

2002-12-13 12:10:02# 128. lþ. 58.3 fundur 441. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (Jöfnunarsjóður) frv. 167/2002, SJS
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 128. lþ.

[12:10]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir þessa yfirlýsingu og fagna áliti hans. Ég tek það gilt að hæstv. ráðherra hyggist þá beita því svigrúmi eða þeim lagaheimildum sem hann hefur samkvæmt þessari túlkun til að sjá til þess að í starfsreglum jöfnunarsjóðs verði þá framvegis heimild til að grípa til greiðslu slíkra framlaga þegar það á við og skynsamlega um þær reglur búið t.d. þannig að þetta verði hluti af heildartekjujöfnunaraðgerðum sjóðsins þannig að hægt verði að horfa til þess hver tekjustaða þeirra sveitarfélaga er sem lenda í slíkum áföllum. Og sé hún bágborin og þetta verði viðbótaráfall þá séu greiddar slíkar bætur. Það er held ég mikið sanngirnismál eins og margoft hefur fram komið. Í trausti þess að þetta sé fullnægjandi lausn á málinu mun ég ekki endurflytja brtt. mína og lít svo á að málið hafi fengið farsælar lyktir.