Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 15:17:50 (2792)

2002-12-13 15:17:50# 128. lþ. 59.2 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 128. lþ.

[15:17]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hef verið í nánu samstarfi við hreppsnefnd Hríseyjar um atvinnumál þeirra. Ég hef reynt að berjast fyrir þeim málum sem þar eru en gengið misjafnlega.

Ég ætla á hinn bóginn að segja við hv. þingmann að hann á að venja sig af því að vera með skæting til annarra þingmanna út af fundum sem þeir halda sameiginlega með íbúum í því kjördæmi þar sem hann er og reyna að koma kurteislega fram við þingmenn eftir á og vera ekki að skensa þá annars staðar fyrir fundi sem þeir áttu, t.d. í þessu tilviki í Hrísey, og temja sér kurteisi að þeim hætti og þroskuð vinnubrögð í stjórnmálum.